Hlekkur 6, Samantekt

Samantekt ú hlekk 6

Í hlekk 6 vorum við að fjalla um Þjórsá, Þjórsárver og virkjanir. Þegar við
vorum að fjalla um Þjórsá þá vorum við fyrst að skoða jarðfræðina t.d. innri
og ytri öfl, heita reiti, eldstöðvakerfi, heklugos, dragár, lindár, jökulár, vatnsföll
o.s.fl. Eftir að við vorum búin að læra um jarðfræðina þá vorum við að skoða um
líffræðina og þar vorum við að rifja upp t.d. frumbjarga – ófrumbjarga, fæðukeðjur
og fæðuvefir, ver, fléttur o.s.fl. Við vorum svo að skoða eðlisfræðina og virkjanir
og þar vorum við að læra um t.d. vatnsafl, vatnsaflsvirkjanir, uppistöðulón, svo
vorum við bara að skoða hvaða virkjanir eru í Þjórsá.

 • Þjórsá – það er lengsta á landsins sem er 230 km frá upptökum til ósa.
  Image result for þjórsá
 • Innri öfl – það koma frá iðrum jarðar t.d. jarðskjálftar, skorpuhreyfingar,
  eldgos o.s.fl.
  Image result for eldgos Image result for jöklar
 • Ytri öfl – það eru öfl sem hafa ytri áhrif t.d. frost, jöklar, vatnsföll, vindur,
  úrkoma o.s.fl.
 • Heitir reitir – það er reitur sem hefur mikla eldvirkni og jarðvarma.
  Image result for heitir reitir á íslandi
 • Eldstöðvakerfi – það er hópur eldstöðva sem ætla að tengjast sameiginlegu
  kvikuhólfi.
 • Dragár – þær eiga sér oftast engin greinileg upptök og rennsli dragáa er mjög
  háð veðurfari og flóð eru algeng.
 • Lindár – þær eiga sér upptök í lindum og hafa glögg upptök, þær hafa jafnt
  vatnsrennsli og hitastig allt árið um kring.
 • Jökulár – þær koma undan jöklum og verða til þegar jökulís bráðnar, vatnsmagn
  jökuláa er mjög háð lofthita og verður mikið vatnsmeiri á sumri en vetri.
 • Frumbjarga – það eru lífverur sem geta framleitt þau lífrænu efni sem
  þær þurfa sjálfar, þær þurfa bara orku frá sólinni og vatn.
 • Ófrumbjarga – það eru lífverur sem þurfa og eru háðar öðrum lífverum,
  það eru t.d. dýr, sveppir, og bakteríur.
 • Fæðukeðja – það er hvernig ein lífvera nærist á annari.
  Image result for fæðukeðja
 • Fæðuvefur – það er þegar samanstendur af mörgum fæðukeðjum í sama
  viskerfi.
 • Ver – það getur merkt tvennt, mýri eða flói, og það vísir til staðar þar sem
  menn veiddu dýr eða söfnuðu eggjum.
 • Fléttur – það eru eitt traustasta samlíf lífvera í gjörvöllu lífríkinu.
  Image result for fléttur á íslandi
 • Vatnsafl – það er orka sem er unnun úr hreyfiorku eða stöðuorku vatns.
 • Vatnsaflsvirkjun – það er rafstöð þar sem rafmagn er framleitt með virkjun
  vatnsafls.

 

 

 

Hlekkur 6, verkefni

Hlekkur 6 Vika 4

Mánudagur 16. apr

Í dag var ekki tími vegna þess að það var fermingaferð.

Miðvikudagur 18. apr

Í tímanum í dag fengum við prófin okkar frá því á fimmtudaginn og við
fórum yfir þau og mér gekk bara sæmilega í því. Þegar við vorum búin að
fara yfir prófin þá áttum við að fara í verkefnavinnu sem var um virkjanir
í Þjórsá og Tungaá. Þetta var hópavinna og ég og Guðný vorum saman með
Hrauneyjarfossstöð, þetta virkaði þannig að við áttum að setja nokkrar
upplýsingar um Hrauneyjarfossstöð í appi sem heitir Flipgrid og þar fengum
við eina og hálfa mínútu til þess að segja þessar upplýsingar um Hrauneyjarfossstöð.
Eftir .að fengum við að blogga smá eftir verkefnið.
Image result for hrauneyjafossstöð

Fimmtudagur 19. apr

Sumardagurinn fyrsti😄

Frétt

 

 

Hlekkur 6, verkefni

Hlekkur 6 Vika 3

Mánudagur 9. apr

Í dag vorum við að læra um virkjanir í þjórsá. Við byrjuðum tímann á því að
Gyða var með Nearpod kynningu og í henni var t.d. vatnsafl, vatnsaflsvirkjun,
hringrás vatns, vindorka o.s.fl.

 • Vatnsafl – það er orka sem er unnun úr hreyfiorku eða stöðuorku vatns.
 • Vatnsaflsvirkjun – það er rafstöð þar sem rafmagn er framleitt með virkjun
  vatnsafls.
  mynd.jpg
 • Hringrás vatns – vatnið er alltaf í hringrás, það gufar upp úr sjónum á
  suðlægari breiddargráðu, síðan fer það inn yfir landið svo þéttist það
  og fer til jarðar, svo fer það aftur til sjávar í vatnsföllum.
  Image result for hringrás vatns
 • Vindorka – það er orka sem er falinn í hreyfiorku vinds.

 

Miðvikudagur 11. apr

Í dag áttum við að gera þrjú verkefni sem eru tengd Þjórsá og verkefnin voru,

 • Gagnvirkur lestur í hópum
 • Orðhlutaverkefni
 • Þjórsár…..hvað

Við byrjuðum á því að fara í hópa og við fengum blað til þess að skrifa og áttum
að skrifa nokkur orð sem byrja á Þjórsár og áttum að klára orðið t.d. Þjórsárskóli,
Þjórsárver, Þjórsárhraun o.s.fl. Við áttum svo að skrifa og teikna orðin á blöð og
hengja þau á vegginn.

Eftir að við vorum búin að hengja orðin á vegginn þá fengum við einhvern texta
sem var um Þjórsá og áttum að gera gagnvirkan lest. Þegar við vorum búinn að
lesa þá áttum við að segja Gyðu hvaða orð í textanum sem við skildum ekki og hún
setti orðin á töfluna og útskýrði hvað þau þýddu.

Þriðja og síðasta verkefnið var að við vorum skipt í nýja hópa og við fengum bunka
af orðum sem Gyða var búin að klippa í sundur og við áttum að finna,

 • Orð sem eru til
 • Orð sem eru kannski til
 • Orð sem eru ekki til

Hér eru orðin sem ég og Haukur fundum

mynd.jpg

Fimmtudagur 12. apr

Í dag fórum við í próf úr þessum hlekk sem var um Þjórsáþema, þetta próf var
í Nearpod og mér gekk bara sæmilega í því. Eftir prófið þá fórum við að sjá
Stop motion myndböndin okkar sem við gerðum fyrir löngu.

Hér er myndbandið sem ég og Sigrún gerðum

Frétt

 

Hlekkur 6, Stöðvavinna

Hlekkur 6 Vika 2

Mánudagur 2. apr

Annar í páskum.

Miðvikudagur 4.apr

Í dag var Gyða með Nearpod kynningu fyrir okkur sem var um vistfræði og
og við áttum að rifja upp t.d. frumbjarga – ófrumbjarga, fæðukeðjur og fæðu-
vefir, frumframleiðendur, neytendur, sundrendur o.s.fl. Við skoðuðum líka
um Þjórsárver og það vorum við að skoða um gróðrið og vistkerfi Þjórsárvera.

 • Frumbjarga – það eru lífverur sem geta framleitt þau lífrænu efni sem
  þær þurfa sjálfar, þær þurfa bara orku frá sólinni og vatn.
 • Ófrumbjarga – það eru lífverur sem þurfa og eru háðar öðrum lífverum,
  það eru t.d. dýr, sveppir, og bakteríur.
 • Fæðukeðja – það er hvernig ein lífvera nærist á annari.
 • Fæðuvefur – það er þegar samanstendur af mörgum fæðukeðjum í sama
  viskerfi.
 • Frumframleiðendur – það eru plöntur sem framleiða orku sólar í vistkerfið
  þeð því að nota ljóstillifun.
 • Neytendur –  það eru lífverur sem eru ófrumbjarga og fá orku af afráni annara
  lífverum.
 • Sundrendur – það eru lífverur t.d. sveppir og bakteríur og þær brjóta niður
  lífverur og skila næringarefnum ti baka.

Við fórum svo í stöðvavinnu og þar voru 14 stöðvar í boði og ég og Þórey völdum stöð 6.
En við náðum ekki að klára stöðina svo við áttum að klára hana á morgun.

Fimmtudagur 5. apr

Í dag áttum við að klára stöðvavinnuna sem við náðum ekki að klára í gær.

stöðvavinna

6. Fuglar – heiðargæsin – bækur og fuglavefurinn  finna fleiri fugla sem lifa á hálendinu (staðfuglar, farfuglar, jurtaætur, ránfuglar o.s.frv.)  Flokkaðu og notaðu latnesk heiti jafnframt þeim íslensku.

Þessi stöð er um Heiðgæs og hún lifir á miðhálendi og latneska heitið hennar er
Anser brachyrhynchus. Hér eru fuglar sem búa á hálendinu og latnesku nöfnin
þeirra.

Kjói: Stercorarius parasiticus

Kría: Sterma paradisaea

Álft: Cygmus cygmus

Grágæs: Anser anser

Urönd: Anas crecca

Hávella: Clangula hyemalis

 

Við fórum svo í Google Earth í UT og skoðuðum Þjórsá því við erum að fjalla um
þjórsá í náttúrufræði.

Frétt

 

 

 

 

Hlekkur 6, Stöðvavinna

Hlekkur 6 Vika 1

Mánudagur 5. mar

Í dag var Gyða að segja okkur hvað er eftir að gerast í þessum hlekk og þessi
hlekkur er um Þjórsá. Við byrjuðum á því að skoða eitt video sem var um suður
ísland og við áttum að gíska um hvaða staðir eða fossar voru þetta og mér gekk
bara sæmilega. Við vorum svo bara að spjalla um Þjórsá og um stöðvavinnuna
sem er miðvikudaginn.

Hér er videoið sem við vorum að skoða – South Iceland

Miðvikudagur 7. mar

Í tímanum í dag fengum við ný hugtakakort vegna þess við vorum að byrja í nýjum
hlekk. Gyða var svo með Nearpod kynningu og í henni vorum við að skoða um
Þjórsádal og Þjórsá svo vorum við að rifja upp t.d. innri og ytri öfl, dragár, lindár,
jökulár, vanasvið og vatnaskil o.s.fl. Við fórum svo í stöðvavinnu en það var mjög
lítill tími eftir svo ég náði bara að klára eina stöð. Það voru ellefu stöðvar í boði og ég
valdi stöð 1.

                               Stöðvavinna

 1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið? Teikna-lýsa-ræða

Grunnvatn er vatn sem er neðanjarðar en neðar vissra marka, grunnvatnið er aflað úr
lindum, borholum og brunnum. Það er yfirlegt talið að grunnvatn sé betra en yfirborðs-
vatn vegna þess að óhreinindi hafa síast í yfirborðsvatninu.

Snælína er mörk á milli snjófyrningasvæða og auðra svæða, hún er oft afmörkuð á jöklum síðari hluta sumars. Hæð snælínu er háð úrkomu og lofthita.

Á sunnanverðum Vatnsjökli er snælínan í 1000-1100 m hæð,
Á norðanverðum Vatnsjökli er snælínan í 1300-1400 m hæð.
Á Drangajökli er snælínan í 700-800 m hæð.
Á Eyjarfjarðarsvæðinu er snælínan í 1200-1400 m hæð.

Hér er mynd af snælínu
mynd 2.JPG

Vatnasvið er það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.

Hér er mynd af vatnasviði
mynd 1.JPG

Fimmtudagur 8. mar

Í dag áttum við að klára Stop motion hikmyndinar og ég og Sigrún kláruðum
og hér er hikmyndin okkar Glæpamanna bakstur
Við áttum svo að gera verkefni sem var um að taka myndir af hugtökum sem
við erum að læra í þessum hlekk en við höfðum lítinn tíma svo við náðum því
ekki.

Frétt